fimmtudagur, maí 17, 2007

goodbye my lover..

jæja núna er síðasta kvöldið okkar í london, og við erum að pakka.
Ég hef komist að því að ég á svo mikið af fötum að það er rugl, hvar þessi föt hafa verið alltaf þegar ég sagðist ekki eiga nein föt, veit ég ekki.
Ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég pakkaði í þessa ferð. Magnið af grín fötum er ólöglegt, föt sem mér fannst fyndið að taka með því að ég átti þau þegar ég var fimm ára, föt sem mér fannst ljót og hugsaði, hm ég tek þau með til London, þau verða pottþétt mega heit þar.
Svo var ekki. En ég og ólöf erum báðar búnar að troðfylla töskunar okkur fylla 34 poka. Henda rusli sem við höfum sankað að okkur þessa 4 mánuði í tonnatali.
En ég verð að segja að þegar ég sit hér útá svölum í ágæta veðrinu þá er ég pínu leið að ég sé að fara.
það sem ég á eftir að sakna við að búa í london:
1. SKY, halló við erum með 999 stöðvar, það er ALLLTAF eitthvað í sjónvarpinu.
2. Gauranna sem vinna niðri og gera allt fyrir mig og olf.
3. Indverska perrans á horninu.
4. Að fá ekki djammviskubit.
5. Ljúga að öllum ógeðslega fyndna hluti á djamminu,
6. Taka leigubíl ALLT.
7. Búa ein
8. Allar fallegu búðinar
9. Cafe rouge alveg pínu
10. Eiginlega bara allt.

Það sem ég á ekki eftir að sakna
1. House of Fraser.



En núna ætla ég að halda áfram að pakka..
Sé ykkur á morgun ljúflingar..

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HEY THAT WAS UNNECCESSARY YOU BLOODY TWATS!

I WAS ALWAYS GOOD TO THE TWO OF YOU

INNIT??!!

Nafnlaus sagði...

HEY THAT WAS UNNECCESSARY YOU BLOODY TWATS!

I WAS ALWAYS GOOD TO THE TWO OF YOU

INNIT??!!

Nafnlaus sagði...

Hvaða krípí gaur er þetta samt á mynddinni af galinu á góðum sumardegi, hann liggur í sófanum frekar dauður.

Sólöf sagði...

ég er búin að vera að pæla í þessu geðveikt lengi, og haha þetta er bara teppið en lítur út fyrir að vera einhver ógeðslegur gaur