þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Jæææja...
Eftir að hafa lagt land undir fót og tekið þá ákvörðun að flytja á vit ævintýranna hefur lífið leikið við okkur Sól.

olíufursta sonurinn hefur hinsvegar látið lítið á sér kræla og enskukunnáttu Sólar mætti helst líkja við enskukunnáttu BORATS.
en hún er samt sæt.

Eftir góða veltu á Hard Rock (fyrir framan alla, ég er með RISA marblett) og rúllandi veltu á þorrablóti hjá VÖLU OG BJÖSSA, erum við Sól ekki nálægt því að láta deigann síga.

Alltaf dregst sú tíð er störf okkar Sólar eiga að hefjast í House of Fraser, en við látum það ekki á okkur fá, heldur þvert á móti fáum okkur Croque Monsieur á Café Rouge og eignumst vini í local búðunum hér. Indverjinn í local búðinni hér er orðin sérstakur vinur minn. Svona fara samskipti okkar fram:
ég: "do you have any oranges?"
indian: "no, but i have.... TEQUILA"
ég: "so, no oranges then? How about apples?"
indian: "no party tonight?"
ég: *vandræðaleg* "no, just an orange party"
indian: "BUT LOOK HERE i have orange liquer"
ég: *labba út með tímarit sem mig langar ekkert í*

í gær var mamma í London og það var gaman. ég, og mamma stína og sólí fórum í sushi, leigubíla og verslunarflipp og áttum góðar stundir saman. Svo fór mamma klukkan hálf 6 og ég og sól ætluðum að powernappa. ég vaknað u.þ.b 13 tímum seinna.

En hvað er að frétta að heiman?
PLEASE SEND US SOME EMAILS OR MYSPACE MESSAGES.
miss u all
luuuuv

sunnudagur, febrúar 04, 2007



www.flickr.com/photos/julianasol

HÆ.
nú ætla ég að segja frá ævintýrum okkar ólafar hér í london, en ég efast um að einhver lesi þetta því allir vinir mínir eru svo miklar píkur.
Nú er liðin vika síðan við komum til london og margt er búið að gerast, við eignuðumst vin í húsinu okkar sem er hálfur sýrlendingur og hálfur breti, pabbi hans er olíufursti þannig að við bondum öll rosa mikið. Nýja polisían hjá mér og ólí er að panta könnur af kokteilum, reyndar erum við núna einar heima í mánuð og eigum NO money sem er rosa erfitt þegar maður býr í dýrasta hverfi london, þannig að við erum með feitan klink sjóð í mcdonalds poka, og áfengi flæðir um þessa íbúð þannig að allt er A-OKEY. Ég er búin að komast yfir hræðslu mína við að tala ensku loksins. Dæmi.
Heitur breskur maður: HI there darling, can i borrow a light?
Ég: jeees (vandræðilegasta pía heims)
HBM: kveikir í sígó. Thanks Darling, Cheers!
Ég: ætlaði að segja no problem en .. Ég: próóóbleeeeem
HBM: what?
Ég: nothing.

En ég er búin að safna kjarki og er full oftast þannig að ég er byrjuð að tala með breskum hreim sem er mad heitt dæmi.

En margt og mikið hefur skeð hér sem er eiginlega of mikið til að segja frá, Íslenskt Þorrablót í gær sem var fáránlega gaman og allt er eiginlega gaman núna.
Hugz n kizzez
Juliana Soul

mér líður svona