þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Jæææja...
Eftir að hafa lagt land undir fót og tekið þá ákvörðun að flytja á vit ævintýranna hefur lífið leikið við okkur Sól.

olíufursta sonurinn hefur hinsvegar látið lítið á sér kræla og enskukunnáttu Sólar mætti helst líkja við enskukunnáttu BORATS.
en hún er samt sæt.

Eftir góða veltu á Hard Rock (fyrir framan alla, ég er með RISA marblett) og rúllandi veltu á þorrablóti hjá VÖLU OG BJÖSSA, erum við Sól ekki nálægt því að láta deigann síga.

Alltaf dregst sú tíð er störf okkar Sólar eiga að hefjast í House of Fraser, en við látum það ekki á okkur fá, heldur þvert á móti fáum okkur Croque Monsieur á Café Rouge og eignumst vini í local búðunum hér. Indverjinn í local búðinni hér er orðin sérstakur vinur minn. Svona fara samskipti okkar fram:
ég: "do you have any oranges?"
indian: "no, but i have.... TEQUILA"
ég: "so, no oranges then? How about apples?"
indian: "no party tonight?"
ég: *vandræðaleg* "no, just an orange party"
indian: "BUT LOOK HERE i have orange liquer"
ég: *labba út með tímarit sem mig langar ekkert í*

í gær var mamma í London og það var gaman. ég, og mamma stína og sólí fórum í sushi, leigubíla og verslunarflipp og áttum góðar stundir saman. Svo fór mamma klukkan hálf 6 og ég og sól ætluðum að powernappa. ég vaknað u.þ.b 13 tímum seinna.

En hvað er að frétta að heiman?
PLEASE SEND US SOME EMAILS OR MYSPACE MESSAGES.
miss u all
luuuuv

8 ummæli:

Sólöf sagði...

eruði að grínast?

saranassim sagði...

þegar ég var útí barcelona vingaðist ég líka við pakistanann i buiðinni fyrir neðan ibuðina ykkar. eeeenn þa var eg ekki alltaf að kaupa afengi heldur var eg ALLTAF að kaupa kinderegg og þegar eg kom að afgreiðsluborðinu með eitthvað annað þa varð hann mjög hissa og reyndi alltaf að troða tveimur eða þremur kindereggjum oní þrátt fyrir að eg segði : no kinderegg today

Nafnlaus sagði...

HAHAHAAH
c'est le funny

saranassim sagði...

halloo hvað er að. ?

saranassim sagði...

halloo hvað er að. ?

saranassim sagði...

jæja eftir að hafa lagt land undir fót þá ákvaðu þið bara að hætta blogga. ég er hætt að koma inná siðuna ef það kemur ekki eitt blogg. einn stafur eða eitthvað bara

saranassim sagði...

jæja eftir að hafa lagt land undir fót þá ákvaðu þið bara að hætta blogga. ég er hætt að koma inná siðuna ef það kemur ekki eitt blogg. einn stafur eða eitthvað bara

Nafnlaus sagði...

það er svo kalt hérna og ég er með hornös og ég á að vera að gera ljóðaritgerð

viljiði plís blogga og lífga þar með uppá tilveru mína?