miðvikudagur, október 18, 2006

Hér er okkar seinasta, pathetic attempt til þess að komast á Airwaves. Við sendum e-mail á okkur seinustu von:

Kæra Ingibjörg,

Hér sitjum við í þungum þönkum í ástarhreiðrinu okkar að Sóleyjargötu 11. Öll ástríða er löngu horfin úr þessu sambandi, og eftir sitjum við tvær, með sárt ennið og snakkpoka to last a lifetime.

Þetta var ekki svona, einu sinni. Þvert á móti áttum við Sól fáar stundir þar sem við sátum aðgerðarlausar eða þar sem okkur féllust hendur. Núna, er eins og e-ð vanti; eins og grimmur veruleikinn hafi slegið okkur þéttingsfast í framan, skipti eftir skipti eftir skipti.

Og það var þá, sem að örþunn ljósglæta teygði sig í átt að dimmum skúmaskotum mengaðra huga okkar. Eitthvað sem gæti lyft níðþungum brúnum okkar ofan af gangstéttinni. Eitthvað sem að gæti jafnvel leyst úr þessari tilfinningatogstreitu, nei, þessari tilfinningaflækju sem að húmir eins og stöðugt sníkjudýr í þungum vömbum vér: Það er hátíð í bæ. Hátíð sem að gæti hugsanlega, og aðeins hugsanlega, svalað þessum gífurlega menningarþorsta okkar að einhverju leyti. Og það er bara hugsanlegt. En er það ekki þess virði? Þess heldur en að við göngum um götur Reykjavíkur, súrar á svip, dragandi lappirnar með svo svívirðilega lágt sjálfsálit að samnemendur okkar og vandamenn hafi áhyggjur af heilsufari okkar. Er ekki þess virði, elsku Dúdda, að við gerum heiðarlega tilraun til þess að reisa okkur upp, heiðarlega tilraun til þess að standa beinar í baki, á eigin fótum, á bestu tónlistarhátíð sem mun nokkurn tíma líta skammdegis"ljós" í Reykjavíkurborg?
Airwaves.
Og það myndi vera okkur eilífur heiður, ef að þú gætir hugsað þér að verja svo mikið sem nokkrum klukkustundum með okkur niðrí miðbæ, á sömu gömlu skemmtistöðunum, með sama gamla fólkinu, en með nýja sýn á hlutunum í kringum okkur. Sýn framtíðarinnar, sýn optimistans og síðast en ekki síst: sýn okkar þriggja. (Jón má samt alveg koma með ef hann vill)

Með von um skilning, vorkunn sem og samþykki,

Ólöf Skaftadóttir og Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jæja og hvað sagði hún?

Nafnlaus sagði...

We thinks we be going!

AAHAHAHAHHAHAHAHHAHA

vona það allavega. 70% líkur!